fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433

Tveir fyrrum leikmenn Arsenal reknir – ,,Enginn svarar spurningum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. mars 2020 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FC Sion í Sviss hefur rekið alls níu leikmenn úr starfi eftir útbreiðslu kórónaveirunnar.

Tveir af þessum leikmönnum eru fyrrum leikmenn Arsenal þeir Alex Song og Johan Djourou.

Forseti félagsins, Christian Constantin, sendi öllum leikmönnum skilaboð á WhatsApp og spurði hverjir væru tilbúnir að taka á sig launalækkun.

Það voru alls níu leikmenn sem svöruðu þeim skilaboðum ekki og fengu reisupassann í kjölfarið.

Umboðsmaður Djourou, Costa Bonata, hefur tjáð sig um málið og var alls ekki sáttur.

,,Það sem FC Sion hefur gert er algjörlega rangt. Það er ómögulegt að fá stöðuna á hreint á þessum tíma sem þeir fengu,“ sagði Costa.

,,Það var ekki hægt að ná í einn einasta meðlim félagsins til að spyrja spurninga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan