fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Harpa var ófrísk og tók ákvörðun sem þótti umdeild – ,,Auðvitað sárnaði manni”

Victor Pálsson
Föstudaginn 20. mars 2020 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harpa Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 33 ára gömul en hún hefur staðfest þetta.

Harpa var frábær leikmaður hér á landi á ferlinum en hún var gestur í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn á Fótbolta.net í dag.

Þar greindi Harpa frá því að hún ætti von á sínu þriðja barni og hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna líklega fyrir fullt og allt.

Harpa hefur þurft að glíma við ýmislegt á ferlinum og ræddi mögulega það versta í viðtali við Stöð 2 Sport í dag.

Þá rifjaði Harpa upp þegar hún var harðlega gagnrýnd fyrir að spila bæði með Stjörnunni og landsliðinu ófrísk.

,,Það var svona með mest krefjandi tímabilum á mínum ferli, að bæði þurfa svara fyrir eitthvað sem kom mér á óvart að þurfa svara fyrir og svo bara fékk ég alls konar skilaboð og skrítin ummæli, maður er að ganga með barn og það er verið að ýja að því sem er ekki því fyrir bestu,“ sagði Harpa.

Harpa viðurkennir að þessir tímar hafi verið mjög erfiðir en hún hafði aldrei upplifað eins gagnrýni fyrr á ferlinum.

,,Það var það versta í þessu, þá þarf maður pínu að setja á sig aðra gríma og tækla það með einhverjum brögðum sem ég hafði ekki þurft að nota fyrr. Auðvitað sárnaði manni og þetta var erfitt því sumarið hafði verið frábært.“

Það sem fólk áttaði sig ekki á var að Harpa og maðurinn hennar höfðu lengi reynt að eignast þetta barn og var landsliðið og EM ekki í fyrsta sæti á þeim tíma.

,,Ég var búin að leggja mikið á mig til að eignast þetta barn og fólk var að ýja að því að ég væri ekki að gera það sem væri því fyrir bestu. Mig langaði að kalla að fólk hefði ekki hugmynd um hvað ég væri búin að ganga í gegnum og sömuleiðis þá hafði gengið vel í undankeppninni með landsliðinu.“

,,Fólk hugsaði: ‘Hvað ertu að spá að eignast barn núna það er EM eftir!’ – Við vorum búin að reyna að eignast barn í fjögur ár eða eitthvað. Þetta var krefjandi þegar fólk hafði skoðanir, ég hugsaði enn til fræga fólksins í Hollywood þar sem fólk hefur alltaf skoðun á því sem þú gerir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fara fram á gjaldþrot

Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Í gær

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan
433Sport
Í gær

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“