fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Birgir hefur þungar áhyggjur af rekstrinum vegna veirunnar: „Ansi dökk mynd sem blasir við“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. mars 2020 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Jóhannsson, framkvæmdarstjóri ÍTF sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans hefur þungar áhyggjur vegna kórónuveirunnar og hvaða áhrif hún hefur á íþróttahreyfinguna. Hann segir að reksturinn verði þyngri en áður, var hann erfiður fyrir.

Mikil óvissa ríkir í heimi íþrótta vegna veirunnar, allir leikir eru sem dæmi bannaðir á Íslandi á meðan samkomubannið er í gangi.

Rekstur íþróttafélaga er alltaf þungur og sérstaklega þegar svona óvissa ríkir, Birgir var áður framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar FH þar sem reksturinn var afar þungur síðustu ár. Nú þegar veiran herjar á Ísland þá er óvissan meiri, ekki er sem dæmi vitað hvort Pepsi Max-deildirnar fari af stað á réttum tíma.

,,Ansi dökk mynd sem blasir við knattspyrnuhreyfingunni. Hef gríðarlegar áhyggjur af rekstri íslenskra félaga,“ skrifar Birgir á Twitter en ljóst er að fyrirtæki sem styrkja íþróttahreyfinguna, finna fyrir áhrifum veirunnar og geta ekki staðið jafn þétt við bakið á starfinu.

Hann kallar eftir því að ríkisstjórn Íslands hjálpi íþróttafélögum á þessum erfiðu tímum. ,,Við erum að sjá margvísilegar aðgerðir í löndunum í kringum okkur. Vonandi átta menn sig á mikilvægi íþróttafélaga þegar þessi aðgerðarpakki verður kynntur í vikunni,“ sagði Birgir en aðgerðarpakki til að hjálpa til veður kynntur á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist