fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Svona ætlar KR að æfa á meðan kórónuveiran gengur yfir: „Fyrst og síðast að hugsa um hag fólksins“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. mars 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við æfum ekki í dag, það eru allir í fríi,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í samtali við 433.is í dag. Samkomubann hefur gríðarleg áhrif á íþróttahreyfingu, kórónuveiran hefur þau áhrif að KSÍ hefur hætt við alla leiki næstu vikurnar.

Lið geta haldið áfram að æfa en samkvæmt samkomubanninu þurfa að vera tveir metrar á milli aðila. Búið er að loka KR-heimilinu og klefinn sem meistaraflokkur karla hjá KR er lokaður. Leikmenn hafa um helgina og í dag komið og tekið dótið sitt.

KR-ingar eru að vinna í þessum hlutum, þeir búast við að hefja æfingar síðar í vikunni þegar allt liggur fyrir frá yfirvöldum. Félögin í landinu ræða nú saman og ætla að gera hlutina rétt.

,,Við erum búnir að vera alla helgina og í dag að skoða hvað er hægt að gera og bíða eftir svörum. Við munum ekki æfa með allan hópinn í einu. Klefinn okkar er lokaður og menn eru að taka dótið sitt heim, þeir verða að þrífa það sjálfir núna.“

Rúnar leggur áherslu á að farið verið eftir þeim reglum sem fylgja samkomubanninu. ,,Menn munu æfa með hanska, þeir mæta eins og í gamla daga bara. Klárir út á völl, við erum að setja upp plan fyrir næstu vikur. Við erum að setja saman litla hópa, 5-6 leikmenn í hverjum hóp. Ég, Bjarni Guðjónsson og Kristján Finnbogason munum svo skipta þessu á milli okkar. Í stað þess að vera með eina æfingu á dag, verðum við með fjórar. Við höfum allan völlinn og menn geta dreift vel úr sér. Við setjum upp brautir, þar sem menn hlaupa, langar sendingar og slíkt. Það er mikilvægt að hafa menn í snertingu við boltann. Það er hægt að finna æfingar í þetta, við munum halda úti æfingum.“

Ljóst er að samkomubannið hefur áhrif á undirbúning liðanna. Í efstu deildum er undirbúningstímabilið planað langt fram í tímann. ,,Við vorum í ákveðnu ferli að ná mönnum í toppstand fyrir mótið, með úthaldsþjálfunina. Við vorum komnir á ágætis veg, núna vitum við ekki hvenær mótið fer af stað. Við höfum ekki stórar áhyggjur af þessu, við virðum þau boð og bönn sem eru. Hugsanlega verðum við með fjórar æfingar í viku, til að bæta úthaldið aðeins. Við látum hvern dag og viku líða og sjáum hvað er í boði. Við þurfum fyrst og síðast að hugsa um hag fólksins sem býr á Íslandi.“

Rúnar vonast til þess að KSÍ geti innan tíðar sett upp þær sviðsmyndir sem eru í boði, ólíklegt er að deildarkeppnir hér á landi hefjist í lok apríl eins og planið var. ,,Það væri gott að fá slíkt á einhverjum tímapunkti, við erum snemma í þessu ferli. Það er gott fólk að stýra þessu, við treystum þeim. Eftir 2-3 vikur er kannski hægt að sjá hvernig staðan er og setja upp planið. Það er bara einn dagur í einu í þessu.

,,Fyrsti hópur mun mæta ti æfingu um hálf níu, við munum passa að menn verði ekki nálægt hvor öðrum. Góð klukkutíma æfing þar em menn geta snert boltann. Þetta verður ekki það skemmtilegasta en við þurfum að haga seglum efir vindi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Í gær

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City