fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Hagnaður á rekstri Breiðabliks: Seldu leikmenn fyrir 100 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. mars 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildar rekstrartekjur knattspyrnudeildar Breiðabliks árið 2019 voru 451 mkr. en voru 323 mkr. árið 2018. Hækkunin nemur 128 mkr. og skýrist af sölu og sölutengdum greiðslum vegna leikmanna sem hækka um 44 mkr., tekjur vegna Evrópukeppna karla og kvenna nema um 63 mkr. á árinu 2019 en aðrir liðir hækka samtals um 21 mkr.

Helstu tekjuliðir félagsins 2019 eru (í milljónum króna):
Æfingagjöld 115,7
Sala leikmanna 95,5
Framlög og styrkir 77,0
Evrópukeppni 62,7
Mótahald 44,3
Aðrar tekjur 56,1
Samtals 451,3

Rekstrargjöld
Heildar rekstargjöld Knattspyrnudeildar nema 437 mkr. 2019 en voru 338 mkr. 2018. Þau hækka því um 99 mkr. Launakostnaður og kostnaður við rekstur allra flokka félagsins hækkar um 50 mkr. og kostnaður vegna þátttöku í mótum hækkar um 30 mkr. sem er vegna þátttöku meistaraflokka félagsins í Evrópukeppni og þátttöku yngri flokka í afreksferðum á árinu. Aðrir liðir hækka samtals um 19 mkr.

Helstu kostnaðarliðir félagsins 2019 eru (í milljónum króna):
Þjálfun og yfirstjórn 170,3
Leikmenn og annar kostnaður
við rekstur meistaraflokka 120,0
Þátttaka í mótum 85,5
Annar kostnaður 61,4
Samtals 437,2

Hagnaður ársins 2019 er því 11,5 mkr. en tap varð á rekstri ársins 2018 að fjárhæð 16 mkr.
Skipting á milli unglingastarfs og eldri flokka. Tekjur af unglingastarfi félagsins nema 175,6 mkr. og heildarkostnaður er 172,8 mkr. Tekjur eldri flokka nema 275,6 mkr. og heildarkostnaður er 264,3 mkr.

Áætlun ársins 2020
Áætlun vegna ársins 2020 gerir ráð fyrir sambærilegum rekstri og var árið 2019. Heildartekjur
samkvæmt áætlun verða 425 mkr., heildargjöld 413 mkr. og gert er því ráð fyrir að hagnaður ársins
verði um 12 mkr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Í gær

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
433Sport
Í gær

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
433Sport
Í gær

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í