fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Læknir vill samkomubann og skólalokanir strax: „Við erum á gula stöðuljósinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. mars 2020 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Karl Snæbjörnsson heimilislæknir telur að ekki sé gripið til nógu harðra aðgerða vegna kórónuveirunnar hérlendis.

„Ég tel bráðnauðsynlegt að við lokum fyrir samkomuhald, lokum fyrir smitleiðirnar úr skólum og innan skóla og leikskóla. Við erum að koma inn í tímabil veikinda, sem fara hægt af stað og versna núna og hjá sumum snögglega ef þetta fylgir sama munstri og um allan heim. Við erum á síðasta snúningi núna að loka á eða draga úr smitthættunni, þ.e.a.s. ef við viljum dreifa úr kúrfu sýktra og mikið veikra til að hlífa samfélaginu og heilbrigðisskerfinu frá algeru hruni. Við erum á gula stöðuljósinu núna, rétt áður en tilfelli víxlveldisaukningar fer rakleiðis upp í loftið ef við stemmum ekki stigu við þessu eins og okkur er mögulegt.“

Guðmundur segir nauðsynlegt að beita vel staðreyndum verkfærum til að hindra útbreiðslu smitsins. „Við þurfum að fletja út kúrfuna sem annars yrði ef ekki er réttum verkfærum beitt. Fletja hana út til að heilbrigðiskerfið okkar ráði eitthvað við hlutina.“

Guðmundur hefur miklar áhyggjur af því að við séum að fara inn í skarpa víxlveldisaukningu á smitum.

Hann skrifar mikið um þessi mál á Facebook-síðu sinni, sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð