Heilbrigðisstofnun Suðurnesja meinaði foreldrum með fimm mánaða gamalt veikt barn um þjónustu vegna þess að faðir barnsins vinnur á Keflavíkurflugvelli. Barnið var með flensueinkenni.
Þetta kemur fram á fréttavefnum Suðurnes.
Barnið fær ekki heldur þjónustu á Barnaspítala Hringsins og ástæðan er sögð vera sú að faðirinn er í samskiptum við ferðamenn vegna atvinnu sinnar og mikil smitahætta er nú af COVID-19 veirunni.