fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Fréttastjóri Stöðvar 2 sakar stjórnvöld um fálmkennd viðbrögð við COVID-19 veirunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. mars 2020 11:03

Þórir Guðmundsson - Skjáskot Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sakar stjórnvöld um fálmkennd viðbrögð við COVID-19 veirunni. Þetta kemur fram í nýrri grein hans á Vísir.is. Þórir segir:

„Yfirvöld eru sem betur fer farin að sýna miklu meiri alvöru í því að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar hér á landi. Vikurnar eftir að veiran kom upp í Wuhan í Kína voru viðbrögð stjórnvalda hér á landi fálmkennd og ráðleggingar illa rökstuddar. Það voru stjórnvöld í Pekíng sem tóku mikilvægustu ákvörðunina til að hindra útbreiðslu veikinnar með því að stöðva hópferðir frá Kína, meðal annars til Íslands.

Sömuleiðis voru viðbrögð yfirvalda hér á landi við útbreiðslu veirunnar á Norður-Ítalíu og á Kanaríeyjum – tveimur vinsælum áfangastöðum Íslendinga að veturlagi – undarlega óskýr og ráðleggingar óraunsæar.

Dögum saman var engin leið að átta sig á leiðbeiningum sóttvarnalæknis til fólks sem fór á skíði á Ítalíu. Mátti það fara heim í gegnum flugvöllinn í Verona, sem er á skilgreindu hættusvæði?“

Þórir segir að sem betur fer sé upplýsingagjöf yfirvalda að breytast nú til batnaðar en yfirvöld þurfi þó að kveða skýrar að orði í skilaboðum sínum til almennings:

„Ef ráðlegging til fjölskyldu sem hefur bókað fokdýra skíðaferð til Norður-Ítalíu er að fara ekki, þá þarf að segja það hreint út; ekki láta duga að hvetja til að sleppa „ónauðsynlegum“ ferðum. Ef slík ferðalög eru raunveruleg ógn við heilsu almennings á Íslandi þá á að koma í veg fyrir þau, þó að það kunni að skapa stjórnvöldum skaðabótaskyldu.“

Þórir spáir því að smitum hér á landi af kórónuveirunni muni eflaust mjög mikið á næstunni. Stjórnvöld veðri að bregðast við af krafti og eiga kröftugt samtal við almenning til að forða því að allt fari á versta veg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli