fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

95 sýni rannsökuð fyrir kórónuveirunni hér á landi og aðeins eitt jákvætt

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. mars 2020 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú liggja fyrir niðurstöður 10 sýna sem tekin voru í gær og prófuð fyrir Kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómi. Öll voru sýnin neikvæð.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samhæfingarstöðinni.

Alls hafa verið tekin 95 sýni hér á landi og af þeim var aðeins eitt jákvætt, en það er maðurinn sem áður hefur verið greint frá að sé með sjúkdóminn og dvelur nú í einangrun á Landspítalanum. Þar heilsast honum nokkuð vel, sýnir aðeins dæmigerð einkenni sjúkdómsins, hósta, hita og beinverki. Rétt er að minnast þess að veiran veldur ekki alvarlegum veikindum hjá yfirgnæfandi hluta fólks.

Tvö sýni til viðbótar hafa verið send til greiningar og er búist við að niðurstöður liggi fyrir í kvöld.

Farþegar flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær frá Veróna á Ítaliu fengu upplýsingar og ráðleggingar við komu til landsins. Um var að ræða 180 farþega sem höfðu dvalið í norðurhluta landsins. Þrír farþegar greindu frá flensueinkennum við komu og voru sýni frá þeim sendi til greiningar.

Önnur flugvél frá Veróna lendir eftir viku og samkvæmt tilkynningu Samhæfingarstöðvarinnar verður um álíka viðbúnað að ræða við komu flugvélarinnar og var í gær.

Í tilkynningu segir jafnframt:

Sóttvarnalæknir minnir á að einstaklingar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði, sjá leiðbeiningar til einstaklinga í sóttkví. Ef þeir fá einkenni frá öndunarfærum, sérstaklega með hita, skulu þeir hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur.“

UPPFÆRT 18:05

Síðan ofangreind tilkynning barst frá Samhæfingarstöð hefur annað tilfelli COVID-19 verið greint. Umræddur einstaklingur var farþegi í flugi Icelandair frá Veróna Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ