fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Hnífsstunguárás á Kópaskeri – Meintur árásarmaður fluttur rænulítill á gjörgæslu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. mars 2020 16:31

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið annan í heimahúsi á Kópaskeri liggur nú á gjörgæslu. Var hann fluttur þangað rænulítill úr fangageymslu lögreglunnar í gær. Því hefur lögregla ekki náð að yfirheyra hann vegna málsins.

Samkvæmt sjónarvotti var mikill viðbúnaður við fangelsið á Akureyri í gær.

„Mikill viðbúnaður var hérna við fangelsið á akureyri, þrír sjúkrabílar þar af einn hjartasjúkrabíll og læknabíll frá heilsugæslunni. Það voru borin inn allskonar tæki og tól, hjartastuðtæki, önnur raftæki og töskur og voru þeir þar fyrir utan með blikkandi ljós í um klukkustund þar til einn karlmaður var borin út á börum.“

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er brotaþoli árásarinnar enn á gjörgæslu og ekki hefur verið unnt að taka af honum skýrslu.

Rannsókn málsins er enn á frumstigi og liggja málsatvik ekki ljós fyrir. Tvennt annað var handtekið vegna málsins, maður og kona, sem voru í haldi lögreglu en voru látin laus í gærkvöldi. Eru þau ekki talin tengjast árásinni.

Vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu stendur nú yfir á vettvangi á Kópaskeri og reiknar lögregla með að henni ljúki í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli