fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Breiðholt ekki lengur í rusli á morgun – Íbúar beðnir um að moka frá tunnum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. mars 2020 13:28

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorphirða hefst aftur að fullu hjá Reykjavíkurborg á morgun eftir að undanþágunefnd Eflingar heimilaði undanþágu frá verkfalli fram á föstudag. Undanþágan var veitt af tilliti við almannaheill og baráttuna við COVID-19 veiruna.

Eðlilega er sorphirða töluvert á eftir áætlun en hafist verður handa við að hirða sorp í Breiðholti strax í fyrramálið.

Sökum þessa eru íbúar Breiðholts beðnir sérstaklega um að moka vel frá sorpílátum og tryggja aðgengi að sorpgreiðslum. Eins er nauðsynlegt að ganga vel frá aukaúrgangi í gráa plastpoka til að flýta fyrir hirðu.

Eftir Breiðholt mun leiðin liggja í Árbæinn um miðja viku.

Hvorki pappír né plast verður hirt í vikunni. Fólk getur eftir sem áður losað sig við flokkaðan úrgang á endurvinnslustöðvum SORPU og á grenndarstöðvum borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ