fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Þingmaður drullar yfir Gísla Martein – „Þegar ég sá að Gísli Martröð er partur af sjóinu er ég að pæla í að leggja mig“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. febrúar 2020 21:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, er ekki hrifinn af sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni, ef marka má færslu hans á Facebook frá því í kvöld.

Þar segir Þorsteinn:

„Ætlaði að horfa á Eurovision í kvöld og hvetja Dimmu en þegar ég sá að Gísli Martröð er partur af sjóinu er ég að pæla í að leggja mig.“

Í athugasemd er Þorsteinn inntur eftir því hvort það gæti verið að hann sé reiður út af einhverju öðru en veru Gísla í Söngvakeppninni, þar sem Gísli sé nú ekki svo slæmur að það réttlæti að leggjast í koju um miðjan dag vegna. Þorsteinn hins vegar telur það fullkomlega réttlætanlega ástæðu: „Gísli er nógu slæmur til að fara ekki á fætur“

Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelsons, skrifar í athugasemd:

„Gísli er flottur þarna. Láttu ekki svona“ en Þorsteinn svarar að bragði : „Væri til í að horfa á hann í búrinu með Gunnari syni þínum.“ Eins og flestir vita þá er Gunnar Nelson afreksmaður í bardagaíþróttum á meðan Gísli Marteinn hefur öðlast frægð á öðrum sviðum en fyrir líkamlegt atgervi og hreysti. Lesendur geta því ímyndað sér hvernig sá bardagi færi. 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“