Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu.
Ákvörðunin var tekin þar sem almannavarnir og sóttvarnalæknir höfðu lýst yfir áhyggjum vegna verkfalls sorphirðumanna í tengslum við útbreiðslu Kórónuveirunnar.
Undanþágan gildir fram á föstudag en verður endurskoðuð áður en hún rennur út
„Við erum stolt af félagsmönnum okkar sem með störfum sínum standa vörð um heilsu og öryggi borgarbúa,“ segir í tilkynningu EFlingar.