fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 17:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, vill að yfirvöld í Kópavogi bregðist við hrottafullri árás unglinga á ungan dreng fyrir skömmu, en myndskeið af barsmíðunum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Sigurbjörg vill að bæjaryfirvöld grípi til aðgerða gegn ofbeldi. Hún hefur sent eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla um málið:

„Í síðustu viku fór í dreifingu myndskeið af hrottafenginni árás á fjór­tán ára dreng við biðstöð Strætó í Hamra­borg í Kópa­vog þar sem hann sætti barsmíðum af hendi hóps sér eldri unglingspilta. Málið hefur eðlilega vakið óhug, og valdið óöryggi meðal barna sem upplifa sig ekki lengur örugg á svæðinu.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, gerði árásina að umræðuefni á fundi bæjarstjórnar í Kópavogi í dag og kallar eftir viðbrögðum bæjaryfirvalda sem bera ábyrgð. Það þarf að senda skýr skilaboð um að þessi hegðun sé alls ekki í lagi og gera allt til þess að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Sigurbjörg Erla hefur því sent erindi til bæjarráðs með tillögu þess efnis að Kópavogsbær hefji átak gegn einelti og ofbeldi meðal ungmenna. Jafnframt vill hún kalla til fulltrúa frá lögreglunni til þess að ræða verklag þeirra þegar upp koma mál sem varða ofbeldi og mismunun meðal ungmenna.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leggur þá skyldu á stjórnvöld að hafa virkar ráðstafanir til að greina og bregðast við tilfellum þar sem barn hefur sætt illri meðferð. Kópavogsbær er þar ekki undanskilinn og ber skyldu til að bregðast við með viðeigandi ráðstöfunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“