fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

„Fyrirmyndarlögreglumaður“ dæmdur fyrir ofbeldi við handtöku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 15:45

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður var í dag í Héraðsdómi Reykjaness fundinn sekur um ofbeldi við handtöku. Atvikið átti sér stað mánudaginn 18. mars 2019 fyrir utan Irishman Pub við Klapparstíg í Reykjavík.

Miðaldra maður lenti þar í orðaskaki við dyravörð er hann neitaði að fara með drykk sinn út í plastglasi og bar glerglas út úr húsi. Lögreglumaðurinn var þar staddur og blandaði sér í orðaskiptin. Sagði hann við manninn að dyravörðurinn hefði rétt fyrir sér. Að sögn lögreglumannins svaraði maðurinn þessu með svívirðingum og hótunum. Var hann því tekinn höndum og streittist hann mjög við handtökuna.

Í ákærunni var lögreglumaðurinn sakaður um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtökuna. Hann hafi slegið brotaþola aftan í höfuðið við að setja hann inn í lögreglubíl og þar inni hafi hann slegið hann tveimur höggum í andlit, þrýst hné sínu að hálsi og höfði og þvingað handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem brotaþoli lá á bílgólfinu á leiðinni á lögreglustöðuna með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg.

Hinn ákærði, sem hefur verið lögreglumaður frá árinu 2016, neitaði ákæru um ofbeldi og sagðist hafa beitt lögmætum handtökuaðferðum. Meðal vitna sem kölluð voru fyrir réttinn var varðstjóri og valdbeitingarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann kvað ákærða vera fyrirmyndarlögreglumann og taldi þekkingu hans á valdbeitingaraðferðum mjög góða.

Dómari studdist við myndbandsupptökur sem meðal annars sýndu hinn ákærða slá brotaþola tvisvar laust í andlitið. Þó að höggin hafi ekki verið föst taldi dómari að ekki hefði verið nein ástæða til þeirra. Hann setti auk þess hné sitt á höfuð brotaþola sem dómari taldi fullkomlega óþarft við þessar aðstæður. Mátti heyra á upptökunni að það olli þrotaþola verulegum þjáningum.

Var lögreglumaðurinn því fundinn sekur um ofbeldi við handtöku. Tekið var tillit til þess að hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í 45 daga. Kröfum  um mistabætur brotaþola var hafnað. Hins vegar þarf ákærði að greiða um 850 þúsund í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“