fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Hrottarnir í Hamraborg hvergi nærri hættir: „Þeir segjast ætla að ráðast á hann aftur ef hann talar við lögregluna”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2020 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og hefur víða komið fram réðst hópur unglinga á fjórtán ára pilt með höggum og spörkum í Hamraborginni í síðustu viku. Árásin var tekin upp á myndband en það hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum sínum í gær.

Faðir piltsins segir í viðtali við Fréttablaðið að hann sé ósáttur við vinnubrögð lögreglunnar. Hann telur atvikið hafa verið hatursglæp. „Hann vill ekki fara í skólann. Hann hefur orðið fyrir miklu áfalli, bæði eftir árásina og eftir að þetta fór í fréttir. Vinir hans hringdu í hann en hann skammast sín fyrir þetta. Hann þorir ekki að fara í strætó því hann er hræddur um að mæta þessum strákum aftur. Þeir hafa sent honum skilaboð. Þeir segjast ætla að ráðast á hann aftur ef hann talar við lögregluna og segjast vita hvar hann búi,“ segir faðir stráksins í samtali við Fréttablaðið.

Hann fullyrðir að lögreglan telji að sonur hans hafi skipulagt slagsmálin. „Lögreglan sagði mér að ég gæti ekkert gert vegna þess að sonur minn hafi skipulagt slaginn. Ég varð agndofa og spurði hvers vegna. Þá sagði lögreglan mér að ég gæti lagt inn kvörtun en fullvissuðu mig um að ég gæti ekkert gert. Hvers konar skilaboð eru þeir að senda þessum ungu mönnum, að þeir geti ráðist á dreng án afleiðinga?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið