fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan rannsakar hrottalegu hópárásina í Hamraborginni – Óhugnanlega myndbandið notað við rannsóknina

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan rannsakar nú líkamsárásina sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi í síðustu viku. Fjallað var um árásina í gær en hópur unglinga réðst á fjórtán ára dreng með höggum og spörkum í Hamraborginni í síðustu viku. Árásin var tekin upp á myndband en það hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að þegar hún kom á vettvang voru árásarmennirnir farnir. Lögreglan hitti þó þann sem varð fyrir árásinni en hann var fluttur á slysadeild þar sem að um grófa árás var að ræða.

RÚV fjallaði um málið í kvöldfréttum sínum í gær en þeir birtu afar óhugnanlegt myndband sem tekið var upp af árásinni. Í myndbandinu má sjá unglingana ráðast á drenginn en lögreglan segir að myndbandið verði notað við rannsókn málsins. Þá telur lögreglan sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni.

Faðir drengsins segir að sonur sinn sé ennþá að jafna sig eftir árásina en hann glímir við hausverk og uppköst vegna hennar. Faðirinn telur að það sé mögulegt að ástæða árásinnar sé útlendingaandúð en hann er af erlendum uppruna. Faðirinn segir árásarmennina vera á aldrinum 15 til 17 ára.

Þeir sem urðu vitni að árásinni, eða búa yfir vitneskju henni tengdri, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu, en upplýsingum má koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“