fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Martröð Arngríms í Namibíu – Óttaðist að hljóta sömu örlög og samfanginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arngrímur Brynjólfsson, fyrrrverandi skiptstjóri á skipinu Heineste, sem er í eigu Samherja, var sannfærður um sakleysi sitt er fiskistofa Namibíu vændi hann um ólöglegar veiðar fyrir innan 200 metra fiskveiðilögsögu Namibíu. Tiltæk gögn um borð í skipinu ættu að segja aðra sögu. Hann taldi víst að málið myndi leysast fljótlega. En tvær grímur runnu á Arngrím er vegabréfið var tekið af honum og honum var gert eyða nótt á lögreglustöðinni.

Þar hitti Arngrímur fyrir mann sem hafði gist í lögreglustöðinni í eitt og hálft ár. Mál þessa manns var enn til rannsóknar. Arngrímur velti því fyrir sér hvort sömu örlög biðu hans – hvort rannsókn á máli hans myndi dragast úr hömlu og hann yrði í varðhaldi á meðan.

Arngrímur fór yfir málið í viðtali á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöld. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Málið átti að taka fyrir í hæstarétti Namibíu þann 30. janúar. Daginn áður var fundur með saksóknara og lögmönnum Arngríms. Þar kom fram að ef Arngrímur neitaði sök og ekki yrði dómsátt myndi saksóknari þurfa að taka sér tíma til nánari rannsóknar málsins. Arngrímur sá þá fyrir sér þá martröð að verða fastur í Namibíu, vegabréfslaus, um ótiltekinn tíma. Í fyrstu gat hann ekki hugsað sér að játa, þar sem hann taldi sig saklausan, en af þessum ástæðum tók hann þann kostinn að játa  sök, greiða sekt og losna frá málinu.

Í viðtalinu kemur einnig fram að saksóknari reyndi að tengja málið við ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur fyrir fiskveiðikvóta. Arngrímur telur fráleitt að tengja þau mál saman og var dómari í málinu honum sammála.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“