fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Stuðningsmönnum United sparkað út fyrir hommahatur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur greint frá því að félagið hafi bæði bannað og hent út stuðningsmönnum Manchester United á mánudag, þeir voru að syngja níðsöngva um homma.

Fjörið var mikið í London í fyrrakvöld en það var United sem hafði betur að lokum með tveimur mörkum gegn engu. Bæði mörkin voru skallamörk en Anthony Martial gerði það fyrra í fyrri hálfleik og Harry Maguire það seinna, í seinni hálfleik. VAR var að venju í umræðunni yfir leik kvöldsins og voru allavegana tvö umdeild atvik í boði.

Eftir leik kom það svo fram að stuðningsmenn Manchester United væru sakaður um hommahatur

Sungið var um að stuðningsmenn Chelsea væru „rent boys“ en það er orð yfir karlhóru í Bretlandi. Reglulega kemur upp að stuðningsmenn Chelsea séu kallaðir þessu nafni.

Ástæðan fyrir því er að í kringum 1980, á einn þekktasta knattspyrnubulla Chelsea að hafa verið gómuð af lögreglu. Þegar lögreglan réðst inn á heimili hans er hann sagður hafa verið í miðjum klíðum, með karlhóru. Þá var Earls Court svæðið nálægt heimavelli Chelsea, þekkt fyrir að vera svæði þar sem karlhórur voru að selja sig.

Söngvar sem þessir eru ekki boðlegir að mati enska knattspyrnusambandsins og er málið komið á borð þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Haaland skiptir um nafn til að heiðra móður sína

Haaland skiptir um nafn til að heiðra móður sína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Í gær

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum
433Sport
Í gær

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur