fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Segir United og Chelsea að opna bankabókina og fara í stríð um Sancho

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Haaland er ótrúlegur leikmaður en hann gekk í raðir Borussia Dortmund í janúar. Haaland gekk í raðir Dortmund frá RB Salzburg og hefur síðan þá raðað inn mörkunum.

Haaland skoraði tvö mörk gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í 2-1 sigri í gær.

Annar ungur drengur sem fær ekki fyrirsagnir dagsins, Jadon Sancho átti einnig frábæran leik fyrir Dortmund.

Þessi 19 ára enski kantmaður ætlar að fara frá Dortmund í sumar og er mest orðaður við Chelsea og Manchester United. Frammistaða hans er slík að verðmiði hans bara hækkar og hækkar.

,,Frammistaðan frá Sancho var eins og Neymar í sínu besta formi, það var ekki hægt að stoppa hann,“ sagði Owen Hargreaves eftir leikinn.

Hann sagði svo United og Chelsea að opna bankabókina. ,,Opnið bankabókina, það þarf einhver að kaupa þennan dreng. Hann er með sérstaka hæfileika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið