fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Bandarískur maður grunaður um kynferðisbrot gegn ungum drengjum á Íslandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur maður hefur setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í tæpar þrjár vikur, grunaður um mörg kynferðisbrot gegn ungum drengjum, bæði hér á Íslandi og erlendis. Maðurinn er ekki búsettur hér á landi. RÚV greinir frá.

Maðurinn var handtekinn 31. janúar og úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir. Maðurinn er á fertugsaldri. Hann er grunaður umað hafa tælt unga drengi með skilaboðum á samfélagsmiðlum og látið þá senda af sér myndir. Er hann talinn hafa stundað þetta athæfi í nokkur ár. Slíkt athæfi er oft undanfari þess að börn eru neydd út í kynferðislegar athafnir. Ekki kemur hins vegar fram í frétt RÚV um nákvæmlega hvernig kynferðisbrot maðurinn er grunaður um.

Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins og nær hún út fyrir landsteinana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt