fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Inga Sæland reið RÚV – „Vægast sagt ógeðslegt hvernig er reynt að gera þetta tortryggilegt“

Eyjan
Mánudaginn 17. febrúar 2020 21:09

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birti RÚV fréttina Tryggingastofnun bara búin að borga mömmu Ingu Sæland. Þar var greint frá því að Tryggingastofnun hefði einungis greitt Sigríði Sæland eftir dóm Landsréttar í maí. Hinsvegar hefðu aðrir í sömu stöðu og hún fengið greitt samkvæmt lögum um almannatryggingar. Sú ákvörðun hefur nú verið kærð.

Einnig kemur fram í fréttinni að Sigríður Sæland er móðir þingkonu Flokks fólksins Ingu Sæland, en flokkurinn höfðaði málið og var Sigríður aðili í því vegna þess hve lágar lífeyrissjóðsgreiðslurnar hennar voru.

Í kvöld birti Inga Sæland Facebook-færslu um málið. Þar segir hún að það sé ógeðslegt hvernig málið sé gert tortryggilegt.

„Móðir mín er 82ja ára gömul kona sem lögmaður okkar ákvað að tefla fram í málinu fyrir alla hina rúmlega 30.000. vegna þess að hún átti svo lítinn lífyeirsrétt og þar af leiðandi átti möguleika á gjafsókn. Það er vægast sagt ógeðslegt hvernig er reynt að gera þetta tortryggilegt eins og hér sé einhver skítur á ferð. Ég held að fólki sem hefur þegið peninga vegna þessa dómsmáls væri nær að þakka fyrir frekar en ata mann auri. Ég er gjörsamlega orðlaus.“

Á morgun mun fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjalla um málið og hvetur Inga alla til að horfa á þáttinn. Hún er þó ekki par sátt með RÚV, en hún segir fyrirsögnina ekki hæfa Ríkisútvarpinu.

„Hvet ykkur til að horfa á Kveik annað kvöld þar sem fjallað verður um málið, og vitiði bara hvað. Flokkur fólksins mun einnig fara í mál við ríkið ef það ætlar að heykjast við að greiða öllum samkvæmt dómsórinu nema MÖMMU MINNI ! Ef ég vissi ekki betur þá hefði mátt halda að fyrirsögnin kæmi frá slúður sorpriti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?