fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Hamagangur í Breiðholti: Óku eftir göngustíg og enduðu á tré – Hlupu svo í burtu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2020 08:11

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi hugðist lögregla stöðva för ökumanns í Seljahverfi í Breiðholti. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og var bifreiðinni meðal annars ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.

Ekki nóg með það heldur var bifreiðinni einnig ekið eftir göngustíg og endaði ökuferðin á tré við íbúðarhús í hverfinu. Ökumaður og farþegi í bílnum náðu að hlaupa burt og flýja þannig undan lögreglu. Í skeyti lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar kemur fram að bifreiðin hafi verið fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Málið er í rannsókn.

Þá var tilkynnt um tvö innbrot í bifreiðar í gærkvöldi, annað þeirra varð í Breiðholti þar sem hljómflutningstækjum var stolið. Hitt var í miðborg Reykjavíkur þar sem einhver verðmæti voru tekin.

Loks hafði lögregla afskipti af manni á veitingahúsi í miðborginni vegna fjársvika. Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 23:36 en maðurinn hafði fengið afgreiddar veitingar sem hann gat ekki greitt fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings