fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Hamagangur í Breiðholti: Óku eftir göngustíg og enduðu á tré – Hlupu svo í burtu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2020 08:11

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi hugðist lögregla stöðva för ökumanns í Seljahverfi í Breiðholti. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og var bifreiðinni meðal annars ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.

Ekki nóg með það heldur var bifreiðinni einnig ekið eftir göngustíg og endaði ökuferðin á tré við íbúðarhús í hverfinu. Ökumaður og farþegi í bílnum náðu að hlaupa burt og flýja þannig undan lögreglu. Í skeyti lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar kemur fram að bifreiðin hafi verið fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Málið er í rannsókn.

Þá var tilkynnt um tvö innbrot í bifreiðar í gærkvöldi, annað þeirra varð í Breiðholti þar sem hljómflutningstækjum var stolið. Hitt var í miðborg Reykjavíkur þar sem einhver verðmæti voru tekin.

Loks hafði lögregla afskipti af manni á veitingahúsi í miðborginni vegna fjársvika. Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 23:36 en maðurinn hafði fengið afgreiddar veitingar sem hann gat ekki greitt fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“