fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Sólveig telur að verkfallið verði langt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 15:07

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkfall ófaglærðra starfsmanna hjá Reykjavíkurborg hefst í fyrramálið. Um er að ræða ótímabundið allsherjarverkfall sem tekur meðal annars til sorphirðufólks og starfsfólks á leikskólum. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í dag.

Í samtali við RÚV segist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, óttast langt verkfall:

„Ef samninganefnd Reykjavíkurborgar og þeir sem fara með völd í borginni fara ekki að átta sig á alvarleika stöðunnar og þeirri miklu ábyrgð sem þau svo sannarlega bera, já þá óttast ég það að þetta verkfall verði langt,“ segir Sólveig Anna.

Sorphirða hefur farið fram í fimm hverfum borgarinnar í dag vegna verkfallsins á morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi