fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Beint flug frá Hollandi til Norðurlands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. febrúar 2020 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flugvél hollenska flugfélagsins Transavia lenti á Akureyrarflugvelli í morgun með fyrstu farþegana sem koma til Norðurlands í vetur á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Þetta er í fyrsta sinn sem Voigt Travel býður upp á beint flug frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi, en ferðaskrifstofan bauð upp á sumarferðir árið 2019 sem vöktu mikla lukku.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Segir þar enn fremur að flogið sé frá Amsterdam til Akureyrar en í sumarferðunum 2019 hafi verið flogið frá Rotterdam. Alls verða farnar átta ferðir til Norðurlands frá Amsterdam, tvisvar í viku, fram til 9. mars.

Þá segir ennfremur í tilkynningunni:

„Nýverið var ILS aðflugsbúnaður tekinn í notkun á Akureyrarflugvelli og er Transavia fyrsta flugfélagið sem nýtir þennan búnað til aðflugs í reglubundnu millilandaflugi. Ljóst er að slíkur búnaður skiptir miklu máli fyrir flugfélagið, eins og öll önnur flugfélög og auðveldar aðflugið til muna frá því sem áður var.

Ferðaskrifstofa Akureyrar hefur einnig boðið upp á ferðir til Amsterdam í samstarfi við Voigt Travel og má með sanni segja að Norðlendingar hafi gripið tækifærið til að skreppa til hollensku höfuðborgarinnar, jafnvel svo mikið að uppselt er í nokkrar flugferðir eða fá sæti laus.

Eins og áður segir mun Voigt Travel áfram skipuleggja sumarferðir til Norðurlands frá Rotterdam, einu sinni í viku frá byrjun júní til loka ágúst, og að auki geta Íslendingar áfram keypt sér ferðir til Hollands í sumar eins og verið hefur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante
Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina