fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Starfsmönnum sagt að fá skutl hjá björgunarsveitunum: „Hver hringir fyrir sig“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2020 13:21

Mynd: Róbert Beck

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum starfsmönnum sambýlis eins á höfuðborgarsvæðinu var ráðlagt að hringja í 112 til þess að fá skutl í vinnu vegna óveðursins sem nú geisar. Frá þessu greinir Fréttablaðið. Færsla um þetta birtist fyrst á Twitter í morgun en hefur nú verið eytt.

„Það er spáð brjáluðu veðri í fyrramálið, það er rauð viðvörun sem hefur ekki verið gefin út áður. Þeir sem eiga að mæta á vakt kl. 8 og líst ekkert á blikuna með veðrið og að koma sér sjálfir í vinnuna þurfa að vakna snemma og panta skutl í vinnuna frá björgunarsveit. Hringið um hálfsjöleytið í 112 og pantið skutl. Hver hringir fyrir sig,“ Þessi skilaboð eru sögð hafa verið send á Facebookgrúbbu starfsmannana.

Allir starfsmenn sambýlisins eru sagðir hafa fengið skilaboðin, þar með taldir starfsmenn sem sjá um ræstitækni og störf önnur sem tengjast ekki umönnun.

Samkvæmt Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þá hafa björgunarsveitirnar tekið að sér að koma heilbrigðisstarfsmönnum til vinnu vegna veðursins, en þó ekki á höfuðborgarsvæðinu.

„Hluti af undirbúningnum fyrir óveðrið var að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk komist til og frá vinnu og björgunarsveitir hafa komið að því að einhverju leyti. Þetta snýst um að halda innviðum í landinu gangandi en við erum langt í frá að vera að bjóða upp á slíka þjónustu,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Í gær

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig