fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Fáheyrður vindur undir Hafnarfjalli: „Held ég geti fullyrt að svona mikill styrkur sé afar fátíður“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2020 11:30

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hef ekki í huganum alla mælingasöguna þarna, en held ég geti fullyrt með vissu að svona mikill styrkur sé afar fátíður, þó svo að þetta sé einn þekktasti hviðustaðurinn við þjóðvegi landsins,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á vef sínum Blika.is.

Þar segir Einar að vindhviða við Hafnarfjall klukkan rúmlega tíu í morgun hafi mælst 71 metri á sekúndu. Það jafngildir 256 kílómetrum á klukkustund. Einar birtir mynd máli sínu til stuðnings en á henni má sjá að vindhviður á svæðinu hafa farið í 50 til 60 metra á sekúndu í morgun.

Þá segir Einar að sunnan- og suðvestanlands byrjar veður að ganga niður um hádegi en norðanlands í eftirmiðdaginn. Íbúar á Vestfjörðum geta búist við slæmu veðri fram á kvöld. Einar segir að lokum að austanlands slotar hríðinni milli klukkan 18 og 21, um leið og hlánar á láglendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Í gær

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki