fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Eitt furðulegasta innbrot Íslandssögunnar? – Undarlegur ferill síbrotamanns í Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var dæmdur fyrir samtals 16 afbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, sum þeirra furðuleg. Þó að maðurinn hafi þar með orðið síbrotamaður á stuttum tíma hafði hann þó ekki gerst brotlegur við lög áður en afbrotahrinan hófst síðasta sumar. Maðurinn er erlendur en hefur búið hér á landi síðan árið 2015. Maðurinn játaði öll afbrotin og var dæmdur sekur fyrir þau en þó sýkn saka, telst hann ósakhæfur vegna geðsjúkdóms en hann hefur verið greindur með geðklofa.

Brotin eru mörg smávægileg, til dæmis stuldur á smokkapakka. Eitt sérkennilegasta afbrot mannsins er tilraun til innbrots í lögreglustöðina við Hverfisgötu. Gerðist það í lok ágústmánaðar árið 2019. Spennti hann upp glugga á austurhlið lögreglustöðvarinnar en hann var stöðvaður af lögreglu og handtekinn þegar hann var að fara inn um gluggann.

Í byrjun ágúst í fyrra rispaði maðurinn skilti í eigu rússneska sendiráðsins við Garðastræti í Reykjavík.

Í júní síðasta sumar stal hann jakka að verðmæti um 36.000 krónur úr verslun Fjallakofans að Laugavegi í Reykjavík.

Um miðjan ágúst stal hann kjöthitamæli úr bensínstöð N1 við Hringbraut í Reykjavík, berjaþeytingi, hönskum og smokkapakka.

Maðurinn stal dýrum snjallsíma úr Elko í Skeifunni þann 22. ágúst en síminn var í eigu starfsmanns verslunarinnar. Þá stal hann rándýru reiðhjóli, að verðmæti tæplega 300.000 krónur úr versluninni Tri við Suðurlandsbraut.

Ýmisleg fleiri þjófnaðarbrot og síðan nokkur smávægileg fíkniefnabrot er að finna á löngum afbrotalista mannsins sem nær þó yfir örstutt tímabil en flest afbrotin voru framin í ágúst á síðasta ári. Sem fyrr segir var maðurinn úrskurðaður óskahæfur og því sýkn saka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Í gær

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

CCP streymir úr eldfjalli

CCP streymir úr eldfjalli