fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Sífelld eldgos á Reykjanesskaga gætu orðið veruleikinn í framtíðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 19:00

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér höfum við fengið gos sem sendir hraun í báðar áttir, sem þýðir að þá skerum við af hluta skagans frá Reykjavíkursvæðinu og samskipti okkar meðan á eldgosi stendur og hraun renna yrðu þá á ferjum,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor í eldfjallafræði við HÍ í viðtali við Sjónvarpsþáttin Kveik sem sýndur verður á RÚV í kvöld.

„Ef það verður gos, þá verður hugsanlega af því gjóskufall. Það myndast hraun sem fer yfir landsvæði og mun skemma allt sem á vegi þess verður. Svo er móða, brennisteinsmóða, hversu mikil hún er og útbreidd, það fer eftir stærð gossins. Bæði gjóskufall og móða geta valdið verulegum truflunum á lífi fólks á Stórreykjavíkursvæðinu, í Keflavík, Þorlákshöfn, jafnvel á Selfossi og því svæði,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í sama þætti.

Í þættinum kemur fram að framundan gæti verið nýtt eldvirknitímabil á Reykjanessksaga með síendurteknum eldgosum á þessu þéttbýlasta svæði landsins.

Undanfarið hafa verið miklir jarðskjálftar á svæðinu og töluverð kvikusöfnun við fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að gos sé á næsta leiti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára