fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Reynir vann málið gegn Arnþrúði – Lögmaðurinn fær tæplega fjórfalt meira en hann

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að fella dóm í meiðyrðamáli blaðamannsins og fyrrverandi ritstjórans Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu. Reynir vann málið og er Arnþrúði gert að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur. Þá þarf Arnþrúður einnig að greiða 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis eða tæplega fjórfalda upphæð miskabótanna.

„Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“ voru ein ummælana sem Arnþrúður sagði en Reynir fór fram á að þau, ásamt tveimur öðrum, yrðu dæmd ómerk og dauð. Ummælin sem tekist er á um lét Arnþrúður falla í símatíma Útvarps Sögu í byrjun desember árið 2018 þar sem rætt var um Klaustursmálið. Hin ummælin sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan.

„Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“

„Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“

Reynir fór fram á að fá 1,5 milljón í miskabætur vegna ummælana en eins og áður segir þá fékk hann aðeins 300 þúsund krónur. Þó er ekki víst að hann sé ósáttur með það þar sem hann sagði í samttali við blaðamann DV í janúar að peningarnir væru ekki aðalatriðið. „Ég vænti þess að þessi orð verði dæmd ómerk og þá er tilganginum náð. Peningarnir skipta mig minnstu máli,“ sagði Reynir. „Aðalatriðið er að maður  nái að verja æru sína fyrir öllum þessum ósköpum. Ég vil fá úrskurð um að ég sé ekki morðingi og ég hafi ekki falsað fréttir. Þá erum við bara góðir,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum