fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Settu hraðamet í flugi yfir Atlantshafið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 22:30

Vél frá British Airways

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags setti flugvél frá British Airways hraðamet þegar henni var flogið frá New York til Lundúna. Flugið tók aðeins 4 klukkustundir og 56 mínútur. Aldrei fyrr hefur farþegaflugvél, sem ekki flýgur hraðar en hljóðið, farið svo hratt yfir Atlantshafið. Flugtíminn var tæplega tveimur klukkustundum skemmri en venja er á þessari flugleið.

Flugvélin, sem er Boeing 747 vél, naut góðs af storminum Ciara, sem herjaði á Bretlandseyjar og meginland Evrópu um helgina, og hagstæðum háloftastraumum. Á leiðinni náði vélin mest 1.327 km/klst.

Vél frá Virgin Atlantic flaug þessa sömu leið þessa nótt og var mínútu lengur á leiðinni.

Rétt er að taka fram að hinar sögufrægu Concord þotur, sem flugu hraðar en hljóðið, fóru þessa sömu flugleið á mun skemmri tíma en 2003 var vél af þeirri tegund flogið þessa leið á 2 klukkustundum og 53 mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára