fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Maður féll í gil vestan við Geysi og tveir menn strandaglópar á Hvammsheiði

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 8. febrúar 2020 18:05

Mynd: Róbert Beck

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir frá Laugarvatni, Flúðum og Selfossi voru kallaðar út um fimmleytið í dag vegna manns sem hafði dottið í gil  rétt vestan við Geysi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er talið að maðurinn sé fótbrotinn eftir fallið. Björgunarsveitir þurfa að setja upp fjallabjörgunarkerfi til að hífa manninn upp þar sem á staðnum er mikill bratti og hálka. Því næst þarf að bera viðkomandi nokkurn spotta til að koma honum í sjúkrabíl. Um 14 björgunarmenn sinna verkefninu.

Björgunarsveitin Hafliði á Þórhöfn var á sama tíma kölluð út vegna vélsleða manna sem eru í vandræðum á Hvammsheiði. Talið er að sleðar beggja mannana hafi bilað og að þeir séu strandaglóðar á heiðinni. Björgunarsveitin mun sækja þá að koma þeim til byggða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“