fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Skoða hvort herða eigi aðgerðir á Keflavíkurflugvelli – 10 verið skoðaðir hér á landi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2020 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn einstaklingur hefur greinst með kórónaveiruna á Íslandi en tíu einstaklingar hafa þó verið rannsakaðir með tilliti veirunnar. Enginn reyndist smitaður.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar. Í morgun voru staðfest smit orðin 31.503 og þar af höfðu um 638 einstaklingar dáið. Öll dauðsföllin hafa orðið í Kína fyrir utan eitt sem varð á Filippseyjum.

Á stöðufundi sóttvarnalæknis með áhöfn samhæfingarstöðar almannavarna í morgun var rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands.

Þá segir í skýrslunni að sóttvarnalæknir muni í dag eiga fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem ræddar verða viðbragðsáætlanir fyrirtækja varðandi órofinn rekstur.

Haldinn var samráðsfundur með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjóra allra umdæma, en á fundinum var meðal annars rætt hvernig mögulegt er að herða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi, til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ákveðið var að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“