fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Þingmenn Sjálfstæðisflokks fá á baukinn: „Ekki skýrsla sem þessir þingmenn vildu sjá verða til“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ótrúlega furðuleg atburðarrás átti sér stað í þingsalnum í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, en eins og DV greindi frá fyrr í dag varð nokkuð uppnám á Alþingi þegar greiða átti atkvæði um skýrslubeiðni Viðreisnar, með stuðningi Pírata og Samfylkingar, um samanburð greiðslna Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu annars vegar og Íslandi hins vegar.

Ágúst Ólafur segir að skýrslubeiðnir sé alltaf samþykktar og skiptir þá engu hvort um þingmenn stjórnar eða stjórnarandstöðu sé að ræða.

„En í dag kaus hins vegar enginn þingmaður Sjálfstæðismanna með þessari skýrslubeiðni. Sérhagsmunagæsla ríkisstjórnarinnar verður ekki grímulausari og er hluti af stærri mynd,“ segir Ágúst og bætir við sú mynd sé að ríkisstjórnarflokkarnir hafi nýlega kosið gegn tillögu um fjármuni til að rannsaka mætti Samherjamálið.

Guðmundur Andri Thorsson

„Þessir flokkar breyttu lögunum um veiðileyfagjöld þannig að nú eru veiðileyfagjöldin helmingi lægri en þau voru þegar þessi ríkisstjórn tók við. Þá lögðu stjórnarflokkarnir fram sérstakt frumvarp um afnám skatts þegar útgerðarfyrirtæki kaupa „stór“ skip. Og núna vildu Sjálfstæðismenn ekki einu sinni samþykkja einfalda skýrslubeiðni. Út af því að skýrslan snertir Samherja…“

Guðmundur Andri Thorsson, samflokksmaður Ágústar í þingflokki Samfylkingar, tekur undir og segir á Facebook:

„Ekki fór á milli mála að mikil vá vofði yfir þinginu í morgun þegar greidd voru atkvæði um skýrslubeiðni sem þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar höfðu lagt fram. Venjulega er slík skýrslubeiðni afgreidd samhljóða og næsta mál tekið fyrir – en nú brá svo við að hver þingmaður Sjálfstæðismanna af öðrum kom í pontu og lýsti þungum áhyggjum af svona skýrslugerð: þeir töluðu um að bera sama epli og kiwi – og auðvitað pópúlisma og lýðskrum, og ég er nokkuð viss um að áhyggjur af virðingu Alþingis bar líka á góma. Þetta var ekki skýrsla sem þessir þingmenn vildu sjá verða til. Hún snýst um samanburð á veiðigjöldum Samherja hér á landi og í Namibíu.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi að umrædd skýrsla væri ekkert annað en lýðskrum.

„Hérna er þyrlað upp pólitísku moldviðri“ / „Hér er verið að rugla saman gerólíkum kerfum og beðið um að þingið samþykki að þessi gerólíku kerfi séu tekin til samanburðar og í samanburðinum þá séu meintar mútugreiðslur hafðar með í reikningnum til að þetta komi sem best út í pólitískri umræðu á Íslandi. Þetta er auðvitað langt í frá að vera boðleg tillaga og það er engan veginn hægt að styðja hana,“ sagði Bjarni.

Svo fór að tillagan var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7 en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“