fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Gat á sjókví í Dýrafirði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun barst á laugardag tilkynning frá Arctic Sea Farm um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Eyrarhlíð í Dýrafirði.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að gatið hafi uppgötvast við neðansjávareftirlit og er viðgerð lokið. „Samkvæmt upplýsingum Arctic Sea Farm var gatið um 99 cm rifa á 20 m dýpi. Í þessari tilteknu kví voru um 170.000 laxar með meðalþyngd 2,4 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 22. janúar sl. og var nótarpoki þá heill,“ að því er fram kemur í tilkynningunni.

Þá segir að eftirlitsmaður Matvælastofnunar hafi skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. „Arctic Sea Farm lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað bæði á sunnudag og mánudag og enginn lax veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“