fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Gunnar Smári segir fólki að passa sig: „Ekki láta ljúga að ykkur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 11:43

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, segir ríkisstjórnina ljúga að landsmönnum og varar við afleiðingum þess að trúa henni. Gunnar Smári vísar í orð Bjarna Benediktssonar um að það sé tímabært að selja Íslandsbanka og nota þá peninga í að fjárfesta í innviðum.

Gunnar Smári segir að Íslendingar hafi heyrt þetta áður og þá endaði það hvorki vel né skilaði sér í innviði. Hann telur upp fimm ástæður til þess að trúa ekki Bjarna.

„Ekki láta ljúga að ykkur. 1. Ef ríkið vill styrkja innviði getur það prentað peninga, eins mikið og það vill alveg þar til peningaprentunin fer að valda óþarfa verðbólgu. Nýting á söluverði banka hefur auk þess sömu áhrif á verðlag og prentun peninga. En ríkið þarf ekki fyrst að leggja á skatta eða selja eignir sínar áður en það hefur framkvæmdir,“ segir Gunnar Smári.

Hann minnir svo á sölu Símans en Davíð Oddson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, talaði fyrir því að það fjármagn yrði notað í að byggja nýjan Landspítala, sem aldrei reis. „2. Síðast héldu Sjálfstæðismenn því fram að þeir þyrftu að selja vinum sínum Símann til að geta byggt spítala. Hvað varð um þá peninga? 3. Skaði landsmanna af bönkum í einkaeigu er margfaldur á við þann skaða sem ríkisbankar hafa valdið; munurinn er eins og stærðarmunur á húsflugu og steypireyði,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir enn fremur að eini einkarekni bankinn í dag sé illa rekinn. „4. Verst rekni bankinn í dag, Arion, er einkabanki á meðan Íslandsbanki og Landsbanki eru í eigu ríkisins. Óhófleg og heimskuleg lán Arion hefur skaðað uppbyggingu ferðaþjónustunnar (WOW), skaðað atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum (United Silicon) o.s.frv. Banki keyrður áfram á gróðafíkn skekkir samfélagið og smitar sjúkum viðhorfum út í samfélagið,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir að lokum að bankarnir sjúgi til sín hagnað þjóðarinnar. „5. Bankarnir hafa sogað til sín í hagnað um 2% af landsframleiðslu frá Hruni. Í stað þess að skrúfa fyrir það arðrán ætlar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að gefa þessa uppsprettu til hinna ríku og magna með því enn drottnunarvald þeirra yfir samfélaginu, yfir þínu lífi. Ekki láta ljúga að ykkur. Ekki aftur. Enn og aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“