fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Guðmundur Ingi: „Hvers lags skilaboð eru þetta inn í framtíðina?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 12:50

Guðmundur Ingi Kristinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er það eðlilegt og er það réttlætanlegt að þeir sem eiga að passa börnin okkar geri það í einhverri félagsvinnu? Metum við það þannig að þeir eigi að fá 250.000 kr. útborgaðar?“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, varpaði þessum spurningum fram á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. Guðmundur Ingi flutti ræðuna skömmu eftir að verkföll félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg skullu á. Um var að ræða leikskólastarfsmenn og starfsmenn við sorphirðu og velferðarþjónustu svo dæmi séu tekin.

Guðmundur Ingi sagði að á tyllidögum væri sagt að jafnrétti væri hér á landi.

„Jafnrétti fyrir hverja, fyrir þá sem hafa það gott? Já, en hinum sem hafa það ekki gott er sópað undir teppið. Og hverjir eru það sem þar eru efstir? Jú, konur. Við hljótum að spyrja okkur í allri þeirri jafnréttisbaráttu sem gengið hefur yfir: Hvers vegna í ósköpunum viðgengst þetta ár eftir ár?“

Guðmundur Ingi sagði að þingmenn í velferðar- og félagshyggjuflokkunum væru duglegir að koma í ræðustól í stjórnarandstöðu og segja að nú þyrfti að bretta upp ermarnar. Eitthvað þurfi að gera fyrir þá sem hafa lægstu launin. Þegar hinir sömu komast til valda þá snúast hlutirnir við.

„Hvar er þá allt réttlætið? Er það eðlilegt og er það réttlætanlegt að þeir sem eiga að passa börnin okkar geri það í einhverri félagsvinnu? Metum við það þannig að þeir eigi að fá 250.000 kr. útborgaðar? Hvernig í ósköpunum höfum við fengið það út? Og við ætlum að segja við þetta fólk: Verið á þessum lágmarkslaunum, verið á þessum skítalaunum, það sem eftir er og við skulum sjá til þess að þegar þið farið á eftirlaun hafið þið það enn verr. Hvers lags skilaboð eru þetta inn í framtíðina?“

Guðmundur Ingi endaði ræðu sína með því að spyrja hvort senda ætti út þau skilaboð að lífskjarasamningarnir væru fyrir alla. Staðreyndin væri sú að þeir væru ekki fyrir alla.

„Það er þegar búið að taka öryrkja út. Það er þegar búið að taka eldri borgara út. Það er þegar búið að taka atvinnulausa út og það kemur aldrei til greina að þeir sem eru á félagsbótum fái lífskjarasamninga. En við breytum í prósentum. Við látum þá sem hafa hæst fá mest og sjáum til þess í prósentum að þeir sem þurfa mest á að halda fái minnst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“