fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Magnús Örn er látinn – „Hjartað mitt hefur ekki brotnað svona mikið áður“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Örn Guðmundsson, skipstjóri til margra ára, lést í gærmorgun á Hraunbúðum, dvalar- og hjúkrunarheimikli aldraðra í Vestmannaeyjum. Magnús Örn var 63 ára og lést af völdum sjúkdómsins Alzheimer eftir nokkurra ára baráttu við sjúkdóminn. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar.

Magnús Örn var fæddur 7. desember 1956 og Hann var víða þekktur í Vestmannaeyjum, þar sem hann var búsettur í rúm fjörtíu ár. Magnús Örn lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn, tvo syni, þrjár dætur og fjórtán barnabörn. Magnús verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn þann 13. febrúar.

Anna Kristín Magnúsdóttir, athafnakona og ein af dætrum Magnúsar, minnist föður síns í einlægri færslu sem hún skrifar á Facebook. Anna Kristín segir:

„Elsku pabbi minn kvaddi þennan heim laust fyrir hádegi í dag. Hjartað mitt hefur ekki brotnað svona mikið áður og ég kann ekki almennilega að koma þessu í orð. Langar bara að segja öllum að muna að elska, muna að vera jákvæð og muna að lífið er ekki sjálfsagt. Pabbi talaði ekki illa um neinn og bar ekki vott af fordómum gagnvart neinum. Fyrir það eitt geturu skilað ansi miklu út í lífið.“

DV sendir öllum aðstandendum og vinum Magnúsar innilegar samúðarkveðjur.

Sjá einnig: Hreint helvíti fyrir fjölskylduna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“