fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Guðmundur Spartakus eignalaus – Árangurslaust fjárnám – Fékk 2,5 milljónir frá RÚV

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. janúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árangurslaust fjárnám var gert hjá Guðmundi Spartakus Ómarssyni í gær. Það var gert vegna málskostnaðarkröfu Atla Más Gylfasonar blaðamanns. Hæstiréttur vísaði nýverið frá meiðyrðamáli Guðmundar gegn Atla og var Guðmundi gert að greiða eina milljón króna í málskostnað.

Fréttin sem kærð var birtist í Stundinni 1. des. árið 2016. Þar eru leiddar líkur að því að Guðmundur Spartakus eigi sök á dauða Friðriks Kristjánssonar. Í fréttinni sagði meðal annars:

„Hvað kom fyrir Friðrik? Hvað gerðist eftir 31. mars? Tengist þetta íslenskum skipulögðum glæpasamtökum? Eru hryllingssögurnar sem gengu um undirheima um hvarf Friðriks á rökum reistar? Var Friðrik tekinn af lífi á hrottafenginn hátt í beinni útsendingu á Skype? Lét hann sig hverfa sporlaust? Er lögreglan með upplýsingar sem benda til þess að hvarf Friðriks hafi borið að með saknæmum hætti? Hafa lögregluyfirvöld í Paragvæ leitað hans í reynd? Hvar er Friðrik?“

Guðmundur Spartakus fór fram á ómerkingu 30 ummæla úr fréttinni þar sem viðmælendur Atla Más báru hann sökum. Atli Már vann málið fyrir héraðsdómi en Landsréttur sneri dómnum við og ómerkti 23 ummæli og dæmdi Atla Má til greiðslu skaðabóta. Atli áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem að lokum vísaði málinu frá.

Guðmundur Spartakus fór í meiðyrðamál við fjölda fjölmiðla á sínum tíma. Árið 2017 ákvað RÚV að gera samkomulag við hann og greiða honum 2,5 milljónir krónur í málskostnað og miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“
Fréttir
Í gær

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma