fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Börn fá dularfullan póst – „Óhugguleg hegðun“ – Mynd af stráknum á pakkanum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. janúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur börn hafa fengið dularfullar sendingar uppfullar af kristilegu áróðursefni frá nafnlausum sendanda. Frá þessu segir Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri og sauðfjárbóndi, en barn hennar hefur fengið slíka sendingu. Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Sonur Ástu hafði svarað nokkrum spurningum hjá Bændablaðinu og í kjölfarið birtist lítil grein í blaðinu þar sem að hægt var að sjá heimilisfang hans. Sá einstaklingur sem sendi bréfið hefur nýtt sér það og límdi meira að segja úrklippu með mynd af drengnum á póstinn.

„Ég veit um fjögur önnur börn sem að hafa fengið slíkar sendingar. Ég reikna með því að þau séu fleiri og ritstjóri Bændablaðsins hringdi í mig í gær og lét mig vita að hann ætlaði að athuga hvort þau séu fleiri og ræða við foreldrana,“

Á mynd sem sést í frétt Fréttablaðsins má sjá að í póstinum er að finna DVD-disk og bók sem myndu í flestum kringumstæðum flokkast sem áróðursefni.

„Ég vil að þú vitir að þessi sending er svo sannarlega ekki þegin með þökkum. Að senda börnum nafnlausar sendingar vegna þess eins að þau svara til gamans nokkrum spurningum fyrir Bændablaðið er bara óhugguleg hegðun. Vonandi er tilgangur þinn góður en við afþökkum svo sannarlega svona lagað inn á þetta heimili,“

„Hér er til nóg af biblíum og þær eru meira að segja lesnar og við frá-biðjum okkur allan trúarlegan áróður og kristniboð. Þetta er afbrigðileg hegðun og verður tilkynnt til lögreglunnar á morgun,“

Fréttablaðið hafði samband við Tjörva Bjarnason, útgefanda Bændablaðsins sem segir að blaðið tengist umræddum sendingum ekki á neinn hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“
Fréttir
Í gær

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma