fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Jarðskjálftavirknin heldur áfram við Þorbjörn

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 19:21

Grindavík úr lofti Mynd-grindavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðvísindamenn hittust á vísindaráðsfundi almannavarna í dag. Þar var farið yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni í grennd við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Þar kom fram að jarðskjálftavirkni heldur áfram á svæðinu auk þess sem jarðskjálftavirknin dreifist á nokkrar sprungur norður af Grindavík.

Þá er verið að bæta þremur nýjum jarðskjálftamælum við rauntímavöktun Veðurstofunnar og tveir í viðbót verða settir upp á næstu dögum. Helsti tilgangur þessara mæla er að bæta áreiðanleika jarðskjálftastaðsetninga.

Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að landið við Þorbjörn sé enn að rísa en landrisið er um 3-4 sentimetrar þar sem það er mest. Veðurstofan hefur sett upp þrjá nýja GPS mæla á svæðinu. Niðurstöðurnar sem fengist hafa benda til að risið eigi upptök sín á um 4 kílómetra dýpi en töluverð óvissa er enn á dýpi þenslumiðju. Merkin sem sjást eru til samræmis við að kvika sé að safnast fyrir í jarðskorpunni. Líkanreikningar benda til að rúmmál hennar sé nú 1-2 milljón rúmmetrar. Of snemmt er að útiloka aðrar skýringar en kvikuinnskot þykir sú líklegasta. Engin áhrif kviku hafa komið fram í jarðhitakerfi Svartsengis.

Gas- og efnamælingar í jarðhitavökva hafa verið auknar á jarðhitasvæðinu við Svartsengi og Eldvörp í samstarfi við HS-orku. ÍSOR vinnur að þyngdarmælingum til að kanna og fylgjast með mögulegum breytingum í jarðskorpunni.

Á fundinum var rýnt í þær sviðsmyndir sem liggja fyrir og reynt að draga fram þá þætti sem þarf að kanna betur. Sviðsmyndirnar voru bornar saman við þekkta atburði á Íslandi og annarsstaðar.

Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Ísor ásamt fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, HS-Orka, Umhverfisstofnun og lögreglan á Suðurnesjum sátu fundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“