fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Gómaður ölvaður sex sinnum á átta mánuðum – Reyndi tvisvar að hlaupa undan lögreglu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 14:14

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að aka ítrekað undir áhrifum áfengis.

Samkvæmt ákæru var maðurinn, Arkadiusz Lech Ustaszewski, tekinn ölvaður undir stýri þann 1. febrúar í fyrra. Hann var svo aftur gómaður 2. maí, 14. maí, 1. júní, 8. júní og 6. ágúst.

Í tvö skipti reyndi maðurinn að komast undan lögreglu á hlaupum en var gómaður í bæði skiptin. Þann 2. maí ók hann gegn rauðu ljósi við Suðurfell, öfugu megin við umferðareyju við Æsufell, áfram norður Vesturberg þar sem hann fór út úr bifreiðinni. Hann hljóp á brott en var handtekinn skömmu síðar.

Þann 8. júní í fyrra gaf lögregla honum svo merki um að stöðva bifreið sína í Árbæ. Hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu og ók austur Rofabæ uns hann fór út úr bifreiðinni og hljóp á brott. Hann náðist skömmu síðar.

Í dómi kemur fram að maðurinn hafi oft komist í kast við lögin á undanförnum árum. Með brotum sínum í fyrra rauf hann skilorð þrettán mánaða dóms sem hann hlaut í maí 2018. Var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi og er dómurinn óskilorðsbundinn. Þá var áréttuð ævilöng ökuréttarsvipting mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna