fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Köngulóarmaðurinn á Íslandi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. febrúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum gáfu stórrisarnir hjá Marvel Studios upp hvaða tökustaði stendur til að nota fyrir kvikmyndina Spider-Man 3 og verður Ísland þar á meðal. Þetta verður ekki í fyrsta skiptið sem Marvel Studios notar Ísland sem tökustað en Thor: The Dark World var einnig töluvert tekin upp hér á landi, en myndin kom út árið 2013 og fór vel um leikarana Chris Hemsworth og Tom Hiddleston meðan þeir dvöldu hér.

Sérfræðingar telja að ástæðan fyrir notkun Íslands sem tökustað tengist tilvonandi skúrki myndarinnar og þjóðerni hans. Hann ber heitið Sergei Kra­vin­off, en er betur þekktur sem Kraven og er af rússneskum uppruna. Sergei er af aðals­ættum en fjöl­skylda hans flúði til Banda­ríkjanna eftir rúss­nesku vetrar­byltinguna 1917. Markmið Sergeis er að veiða Köngu­lóar­manninn og drepa, til að sanna að hann sé besti veiði­maður veraldar.

Ísland sem Rússland Skjáskot úr kvikmyndinni Fast & Furious 8.

Má geta þess að Ísland hefur áður verið í hlutverki Rússlands á hvíta tjaldinu, meðal annars í kvikmyndunum Tomb Raider og Fast & Furious 8, eða The Fate of the Furious. Í þeirri síðarnefndu, sem frumsýnd var árið 2017, voru senur teknar upp á Akranesi og Mývatni. Var mikill viðbúnaður og stórt tökulið sem fylgdi og var Akranesbær til að mynda undirlagður af skriðdrekum, sportbílum og þyrlum um tíma.

Stjörnum prýdd

Jon Watts mun leikstýra næstu mynd um Köngulóarmanninn, hefur ekki enn fengið endanlegt nafn, og Tom Holland mun fara með hlutverk Peters Parker sem fyrr. Fleiri leik­ar­ar hafa ekki verið staðfest­ir en bú­ist er við því að þau Zendaya, Marisa Tomei og Jacob Batalon haldi áfram í hlutverkum sínum.

Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í júlí á næsta ári.

Færist hiti í leikinn Zendaya og Tom Holland í hlutverkum sínum í Spider-Man: Homecoming frá árinu 2017.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“