fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Starfsmaður gistiheimilis varar við bíræfinni vændiskonu: „Þetta er ótrúlegt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður gistiheimilis nokkurs sem er staðsett á höfuðborgarsvæðinu varar við vændiskonu sem hann fullyrðir að hafi brotist inn í herbergi og svo athafnað sig þar. Viðkomandi starfsmaður deilir þessum upplýsingum innan Facebook-hóps ætluðum erlendum íbúum á Íslandi.

„Við urðum fyrir mjög ógeðfelldu atviki á gistiheimilinu okkar á dögunum. Eitthvað fólk fór inn í húsið okkar að nóttu til, án þess að borga eða með okkar leyfi, fann autt herbergi, „lék sér saman“ og fór. Án þess að fara út í smáatriði þá er ljóst að kona notaði húsið okkar til að selja sig,“ segir starfsmaðurinn.

Hann hvetur því alla að vera á varðbergi. „Í fyrsta lagi þá vil ég vara alla öll önnur gistihús, sérstaklega þau sem notast við kerfi þar sem getur getur innritað sig sjálfur, að vera varkár með hvernig þið úthlutið kóðum eða lyklum til gesta. Í öðru lagi þá vildi ég kanna hvort aðrir hafi lent í einhverju álíka því þetta er ótrúlegt,“ segir starfsmaðurinn.

Í athugasemdum er starfsmaðurinn spurður hvers vegna hann geti fullyrt að herbergið hafi verið notað undir vændi. Hvort konan hafi skilið til dæmis skilið eftir miða þar sem hún viðurkenndi vændið.

Því svarar starfsmaðurinn: „Engar áhyggjur, við komumst ekki að því eingöngu út frá því að við fundum smokka í herberginu. Við vitum að þessi kona fékk fjölda heimsókna hvað eftir annað og þetta gerðist ekki einungis eina nótt. Auðvitað skildi hún ekki eftir miða en ég tel það nokkuð ljóst að hún hafi stundað vændi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Í gær

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum