fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Tveir Íslendingar sagðir í einangrun á Spáni vegna gruns um kóróna-veiruna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2020 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Íslendingar, kona á sjötugsaldri og karl á sextugsaldri, eru sögð hafa verið sett í einangrun síðdegis í dag á sjúkrahúsi í Torrevieja vegna gruns um að þau séu með kóróna-veiruna.

Frá þessu er greint á vef Cadena Ser á Spáni.

Konan leitaði fyrst til læknis eftir að hafa verið með hita og hósta. Þar kom í ljós að fólkið hafði áður verið í Kína, nánar tiltekið í borginni Whuan, þar sem faraldurinn nú er talinn eiga rætur sínar. Fullyrt er í fréttinni að um Íslendinga sé að ræða.

Parið er nú sagt dvelja á sjúkrahúsi í Torrevieja þar sem þau eru sögð í einangrun. Í fréttinni er tekið fram að aðeins konan sé veik, en ekki hefur verið staðfest að um kóróna-veiruna sé að ræða. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim eru þó á varðbergi vegna þess að veiran getur verið mjög skæð. Nú þegar hafa tugir látist í Kína af völdum veirunnar.

Í frétt Cadena Ser kemur fram að sýni hafi verið send til Carlos III-stofnunarinnar í Madrid þar sem úr því verður skorið hvort um veiruna sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fæðingarorlofsmál tengt bókun 35 fer beint til Hæstaréttar

Fæðingarorlofsmál tengt bókun 35 fer beint til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“
Fréttir
Í gær

Breti nefnir fjóra hluti sem eru að íslenskum ökumönnum – „Agi á akreinum er lélegur“

Breti nefnir fjóra hluti sem eru að íslenskum ökumönnum – „Agi á akreinum er lélegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir 600 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í gærkvöldi

Yfir 600 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áflog og óspektir í miðborginni í gærkvöldi

Áflog og óspektir í miðborginni í gærkvöldi