fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Skrautlegur þjófur stal bíl og loftpressu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. janúar 2020 14:47

Héraðsdómur Vesturlands. Skjáskot af ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður einn, búsettur í Reykjavík, hefur verið sakfelldur fyrir þjófnaði og fleiri brot, fyrir Héraðsdómi Vesturland. Málið var dómtekið þann 20. janúar.

Manninum er meðal ananrs gefið að sök að hafa í október síðastliðinum brotist inn í bíl á Akranesi og stolið loftpressu úr honum.

Um svipað leyti stal maðurinn bíl við Barónstíg í Reykjavík og keyrði um borgina og landið á bílnum.

Manninum er enn fremur gefið að sök að hafa ekið bíl á röngum skráningarnúmerum og hann sjálfur þá undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Meðal annars fannst amfetamín í blóði hans.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust og var það virt honum til refsilækkunar. Hann hefur hlotið fimm aðra refsidóma frá árinu 2015, meðal annars fyrir þjófnaði og líkamsárás. Voru fyrri brot reiknuð honum til refsiauka.

Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Hann er sviptur ökuréttindum ævilangt og dæmdur til að greiða tæplega 120.000 í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“