fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Beit dyravörð á þorrablóti í Hornafirði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2020 11:19

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi var kölluð á þorrablót í sveitarfélaginu Hornafirði vegna æsts gests. Í skeyti frá lögreglu um verkefni liðinnar viku kemur fram að gesturinn hafi meðal annars bitið mann sem var við dyravörslu á staðnum. Maðurinn er sagður hafa róast í höndum lögreglumanna og fékk hann aðstoð við að komast heim til sín.

Lögregla hefur verið við umferðareftirlit við þau fjölmörgu þorrablót sem hafa verið í umdæminu. Margir ökumenn hafa verið látnir blása og enn sem komið er hefur enginn reynst vera undir áhrifum áfengis.

Einn ölvaður ökumaður var þó stöðvaður á Selfossi að kvöldi fimmtudagsins. Sá var frjáls ferða sinna eftir blóðsýnatöku og bíður mál hans nú niðurstöðu þeirrar rannsóknar.

21 ökumaður var kærður fyrir að aka of hratt í liðinni viku. Rúmlega helmingur þeirra á svæðinu í kring um Vík og Kirkjubæjarklaustur og 3 þessara ökumanna voru á 130 km/klst hraða eða meira á 90 km/klst vegi.

14 umferðarslys voru tilkynnt til lögreglu í umdæminu í vikunni.   Öll án alvarlega meiðsla.Í þremur tilvikum var um að ræða fólksflutningabíla og í þeim 17, 21 og 45 farþegar. Þeim málum hefur öllum verið gerð skil í umræðu fjölmiðla.   Lögregla hvetur alla til þess að nota öryggisbelti því þau virðast vera það sem skiptir öllu máli í að lágmarka meiðsl þegar slysin verða. Skynsamlegt er að ökumenn fólksflutningabíla hvetji farþega sína til þess að nota belti og kynni erlendum gestum okkar skyldu til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“