fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Kennsl borin á höfuðkúpu með DNA rannsókn: Reyndist vera af manni sem féll í Sogið árið 1987

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekist hefur að bera kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst á sandeyrum Ölfusaróss þann 3. október árið 1994. Höfuðkúpan reyndist vera af Jóni Ólafssyni, sem fæddur var 8. júlí 1940, og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Fjallað er um málið í athyglisverðri frétt á vef lögreglunnar.

Þar segir kúpan hafi fundist norðan Nauteyratanga. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri gómi. Farið var með kúpuna til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og á hennar vegum gerðar þær skoðanir og mælingar sem unnt var miðað við tækni þess tíma. Ekki tókst að bera kennsl á það hverjum umrædd höfðukúpa tilheyrði og var hún því sett í geymslu.

Í frétt lögreglunnar segir að í lok mars á síðasta ári hafi verið ákveðið að reyna á ný og var tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að líkindum frá árunum um og eftir 1970.

„Þá var þess freistað að ná nothæfu DNA sýni úr kúpunni og var það sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Börnum Jóns hefur verið kynnt þessi niðurstaða og munu þau fá þessar jarðnesku leyfar föður síns á allra næstu dögum.“

Í fréttinni kemur fram að Lögreglan á Suðurlandi hafi undanfarin ár tekið DNA sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Enn er eftir að fá sýni frá nokkrum einstaklingum og verður þeirri vinnu haldið áfram á þessu ári. Lögreglumönnum við þessa vinnu hefur verið afar vel tekið af þeim sem leitað hefur verið til. Sýnin sem tekin eru eru vörsluð í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við DNA snið þeirra sem finnast, hvort sem það er í okkar tíð eða komandi kynslóða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Í gær

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum