fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Framhalds stofnfundur samtakanna Verndum veika og aldraða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudaginn 26. janúar 2020 kl. 14-16 verður fram haldið stofnfundi samtaka sem hafa vinnuheitið Samtökin Verndum veika og aldraða. Fundurinn er haldinn í Langholtskirkju og er öllum opinn.

Á fundinum verður stefna samtakanna ákveðin, lög þeirra samþykkt og stjórn kosin.

Í fréttatilkynningu frá Berglindi Berghreinsdóttur, stofnanda samtakanna, segir:

„Ætlunin er að útbúa vettvang til þess að hver og einn, jafnt veika fólkið sjálft, aðstandendur þess og jafnvel starfsfólk stofnana, geti leitað stuðnings við að sinna margvíslegum úrlausnarefnum sem snúa að veikum og öldruðum. Við teljum sjúklinga einhvern varnarlausasta hópinn í samfélagi nútímans og hann þarf á stuðningi okkar allra að halda!

Þessum hópi tilheyra aldraðir og veikir einstaklingar á öllum aldri, sem alltof margt bendir til að standi nú mjög höllum fæti. Því miður skortir þá oftast þrek eða þekkingu til að verjast eða leita sér aðstoðar í kerfinu.

Þetta á einnig við um það fólk sem þarf að bíða vikum, mánuðum eða jafnvel árum saman eftir greiningu eða úrlausn á því sem amar að. Þegar að henni kemur loks getur meinsemd viðkomandi hafa valdið óbætanlegum skaða.

Flest höfum við á einhvern hátt séð, heyrt eða reynt hve þunglamalegt bákn heilbrigðiskerfið er orðið og flest innan þess bæði torskilið og þungt í vöfum. Sumir eru blessunarlega heppnir og eiga afkomendur og aðra aðstandendur sem geta mögulega tekið slaginn og hjálpað til en slíkt er ekki sjálfgefið.

Kveikjan að stofnun þessa hóps voru sífelldar fréttir um að „mannleg mistök“ væru ástæða margs þess sem miður hefur farið á heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum. Um er að ræða misalvarleg atvik, frá smávægilegum óhöppum til dauðsfalla og allt þar á milli.

Það er okkar mat að mörg þessara tilfella hefði verið hægt að koma í veg fyrir með fræðslu. Alltof oft hefur komið upp að starfsfólkið „á gólfinu“ skortir þekkingu og veit þess vegna ekki hvernig á að vinna með sjúklingana.

Við viljum að tekið sé alvarlega á margvíslegum vandamálum sem snerta aldraða og umönnun þeirra sérstaklega.

Heilbrigðiskerfið, viðhorfið innan þess og viðbrögðin þar þurfa að breytast og við sem hópur viljum sjá það gerast, og gera það sem í okkar valdi stendur til að gera breytinguna mögulega!

Ég fer þess á leit við ykkur að þið veitið þessu verkefni okkar athygli og alla þá kynningu sem þið getið. Það er afskaplega mikilvægt að sem flestir frétti af þessu og taki þátt af alefli. Þjóðin er jú að eldast og við þurfum öll að læra að takast á við þennan hluta þess.“

Dagskrá fundarins:

1. Setning fundar.
2. Kosning fundarstjóra.
3. Kosning fundarritara.
4. Lög samtakanna yfirfarin og samþykkt.
5. Heiti samtakanna endanlega ákveðið.
6. Félagsgjald ákveðið.
7. Helstu markmið og leiðir rædd.
8. Kosning stjórnar.
a. Formaður (verði samþykkt með lögum að kjósa formann á stofn/aðalfundi)
b. Gjaldkeri (sjá a.)
c. Ritari (sjá a.)
d. Tveir meðstjórnendur (sjá a.)
9. Kosning skoðunarmanna reikninga samtakanna.
10. Önnur mál.

Facebook-viðburður um fundinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Í gær

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum