fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Fyllti innkaupakerruna af bringum og Pepsi Max og gekk út

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 08:27

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjófnaður úr verslun í Reykjanesbæ hefur verið kærður til lögreglunnar á Suðurnesjum. Í skeyti sem lögregla sendi frá sér kemur fram að eftirlitsmyndavélar í versluninni hafi sýnt hvar karlmaður kom inn með innkaupakerru, fyllti hana af varningi, gekk að sjálfsafgreiðslukassa, tók þar burðarpoka sem hann lagði ofan á vörurnar í kerrunni og gekk svo út með hana án þess að borga.

Meðal þess hann tók voru 19 pakkar af kjúklingabringum, kassi af Pepsi Max svo og mikið magn af matvælum og hreinlætisvörum. Maðurinn sem grunaður er hefur komið við sögu á höfuðborgarsvæðinu vegna þjófnaðarmála, að sögn lögreglu.

Þá var flugeldi kastað inn um opinn glugga íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum um helgina, þar sem hann sprakk. Minni háttar skemmdir urðu af þessu athæfi. Lögreglan á Suðurnesjum hafði upp á þeim sem þarna voru að verki og reyndust það vera nokkur ungmenni.

Þá var tilkynnt um skothvelli við Garðskagavita. Í því tilviki reyndist vera um flugeldaskot að ræða.

Lögregla bendir á að öll meðferð flugelda er óheimil nema á tímabilinu 28. desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Er þeim tilmælum beint til fólks að virða þær reglur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“